Chelsea og Manchester City hafa fengið viðvörun þess efnis að ef hægt er að sanna brot félaganna á FFP reglum þá verði þeim vikið úr deildinni. Ensk blöð fjalla um málið.
City er ákært í 115 liðum og rannsókn á málefnum Chelsea er í gangi þar sem eignarhald Roman Abramovich og bókhaldið frá þeim tíma er til skoðunar.
Ársreikningur Chelsea sýnir að félagið á von á vandræðum, þannig er gert ráð fyrir 150 milljónum punda í kostnað við lögfræðinga vegna málsins.
City hefur lengi verið undir rannsókn en UEFA reyndi að fá félagið dæmt án árangurs en nú reynir enska deildin.
Meint brot þessara félaga eru miklu alvarlegri en brot Everton og Nottingham sem hafa fengið dóma undanfarið og stig verið tekinn af þeim.