Samkvæmt frettum á Englandi í dag ætlar Manchester United að reyna að nota Harry Maguire til að fá einn leikmann frá West Ham.
West Ham reyndi að kaupa Maguire síðasta en enski landsliðsmaðurinn hafði ekki áhuga.
Nú segja ensk blöð að INEOS sem fer með öll helstu mál United í dag vilji fá Lucas Paqueta. Vilja eigendurnir nota Maguire sem hluta af kaupverðinu.
Paqueta er landsliðsmaður frá Brasilíu en Manchester City hafði áhuga á að kaupa hann síðasta sumar.
Maguire á ár eftir af samningi sínum við United en félagið getur framlengt þann samning um eitt ár.
Paqueta gæti styrkt miðvæði United mikið en Maguire hefur verið í stóru hlutverki hjá United á þessu tímabili.