Gylfi Þór Sigurðsson er mættur á sína fyrstu æfingu hjá Val hér á landi eftir að hann samdi við félagið fyrir helgi.
Gylfi gekk í raðir Vals um miðja síðustu viku en liðið var þá í æfingaferð á Spáni.
Búist er við að Gylfi spili sinn fyrsta leik fyrir Val gegn ÍA í Lengjubikarnum á morgun.
Gylfi er 34 ára gamall en hann er mættur heim eftir 19 ár í atvinnumennsku og er mikil eftirvænting fyrir komu hans.