Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest:
Jóhann Berg Guðmundsson leikmaður Burnley var sá eini sem mætti ekki út á æfingu íslenska landsliðsins í Búdapest í dag.
Allir hinir 23 leikmennirnir voru mættir þegar blaðamenn fengu að fylgjast með æfingu liðsins í Ungverjalandi í dag.
Ómar Smárason, upplýsingafulltrúi KSÍ segir Jóhann þó ekki glíma við nein meiðsli í samtali við 433.is.
Ísland mætir Ísrael í umspili um laust sæti á EM á fimmtudag en sigurvegari leiksins mætir Úkraínu eða Bosníu í hreinum úrslitaleik.
Að öllu óbreyttu verður Jóhann Berg fyrirliði Íslands í leiknum.