Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Eitthvað verður um Íslendinga í stúkunni á Szusza Ferenc leikvangingum í Búdapest, þar Strákarnir okkar mæta Ísrael.
Ísland og Ísrael mætast á fimmtudag, en ekki er spilað í Ísrael vegna ástandsins á Gasa. Sigurvegarinn mætir Úkraínu eða Bosníu í hreinum úrslitaleik um sæti á mótinu.
Szusza Ferenc leikvangurinn er heimavöllur Ujpest og tekur hann um 13.500 manns í sæti. Samkvæmt upplýsingum sem 433.is hefur fengið hér úti er búist við á bilinu 50-100 Íslendingum á vellinum á fimmtudag. Það gæti skýrst frekar þegar nær dregur.
Það er því ekki víst að Íslendingar verði áberandi á vellinum en þær sem mæta láta vonandi vel í sér heyra.
Leikur Íslands og Ísrael hefst klukkan 19:45 á fimmtudag að íslenskum tíma.