Stjarnan og Sirius hafa komist að samkomulagi um að Óli Valur muni koma á láni til félagsins út keppnistímabilið 2024.
Óli Valur ólst upp í Stjörnunni.
„Óli Valur er einn af fjölmörgum leikmönnum sem félagið hefur selt á undanförnum árum. Sökum meiðsla þá hefur Óli verið inn og útúr liðinu hjá Sirius og hafa félögin því komist að samkomulagi um að Óli snúi aftur í búninginn bláa og spili með sínu uppeldisfélagi á komandi keppnistímabili. Við viljum þakka Sirius fyrir sérstaklega fagleg samskipti og gott samstarf hingað til”, segir Helgi Hrannarr Jónsson formaður mfl. ráðs kk