Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Íslenska karlalandsliðið undirbýr sig nú af kappi fyrir komandi leik gegn Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM. Sigurvegarinn mætir Úkraínu eða Bosníu í hreinum úrslitaleik um sæti á mótinu.
Það væsir ekki um Strákana okkar í Búdapest fram að leik en liðið dvelur á Parisi Udvar, fimm stjörnu hóteli í borginni.
Hér að neðan má sjá myndir.