Niels Christian Fredericksen fréttamaður hjá Viaplay í Danmörku segir að Jurgen Klopp hafi gólað og gargað á sig eftir að slökkt var á myndavélum í gær.
Klopp var verulega óhress með spurningar Fredericksen eftir tap geng Manchester United í gær.
„Ég var virkilega hissa,“ segir Fredericksen við Tipsbladet.
„Fólki í kringum var brugðið, fólkinu var ýtt upp við vegg þegar Klopp rauk út og það vissi enginn hvað átti sér stað.“
„Þegar slökkt var á vélinni þá hélt þetta áfram, hann labbaði niður ganginn og gargaði og gólaði á mig. Ég fór á eftir honum því mér fannst þetta furðulegt.“
„Fólk kom til mín eftir þetta og spurði hvort það væri í lagi með mig, það var í góðu lagi með mig.“
klopp just walked out of his interview with scandinavian tv in a huff pic.twitter.com/4ZwmBfDQPb
— Richard Williams (@RichALWilliams) March 17, 2024
Klopp fór í viðtal við Viaplay í Danmörku þar sem hann var spurður út í það af hverju lið hans hefði orðið kraftlaust í framlengingu leiksins.
Klopp ræddi þá um það að Liverpool hefði spilað talsvert fleiri leiki en erkifjendur sínir undanfarið. United vann 4-3 sigur í framlengingu.
Fréttamaðurinn spurði þá hvort leikirnir væru hreinlega of margir, Klopp nennti ekki að svara því og labbaði úr viðtalinu.
„Þú ert ekki í þínu besta formi og ég er ekki í skapi fyrir þig,“ sagði Klopp og gekk úr viðtalinu.