Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest
Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason er brattur fyrir komandi leik gegn Ísrael í undankeppni EM 2024. Liðin mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM.
„Það er geggjað fyrir okkur að vera í þessari stöðu, tveimur leikjum frá því að fara á EM. Við unnum fyrir því í gegnum Þjóðadeildina, hefðum auðvitað viljað klára þetta í gegnum undankeppnina en hún fór eins og hún fór. Það er geggjað fyrir okkur að vera ennþá í séns,“ sagði hann eftir æfingu íslenska liðsins í dag.
„Við vorum að koma saman í dag, spennan stigmagnast. Maður er ekki búinn að taka púlsinn á öllum hópnum, en þekkjandi þetta lið þá veit ég að við ætlum að gera allt sem við getum til að nýta þetta einstaka tækifæri sem við erum í.“
Ítarlegt viðtal við Alfreð er í spilaranum.