Margir knattspyrnuaðdáendur misstu sig á Instagram í vikunni er hinn skemmtilegi Nani birti mynd af sér á samskiptamiðlinum.
Um er að ræða fyrrum leikmann Manchester United sem leikur í dag í tyrknensku úrvalsdeildinni.
Nani er 37 ára gamall en er í algjörlega sturluðu formi og sannaði það fyrir aðdáendum sínum á samskiptamiðlum.
,,Þú opinberar það bara að þú sért á sterum? Allt í lagi,“ skrifaði einn við mynd Nani og bætir annar við: ,,Beint í lyfjapróf!“
Myndina sjálfa má sjá hér en dæmi nú hver fyrir sig.