Sigurður Gísli Bond Snorrason, Siggi Bond, var gestur Íþróttavikunnar í þetta skiptið. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Klukkan 16 í dag mun Age Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, opinbera hóp sinn fyrir komandi umspilsleik gegn Ísrael um sæti á EM, og gegn Úkraínu eða Bosníu ef Ísland vinnur þann leik.
Hrafnkell og Sigurður búast ekki við mjög óvæntum tíðindum í dag.
„Eina óvænta held ég að verði Jón Daði. Hann er að spila hjá Bolton og er í fínum gír. Age gæti hugsað að hann þurfi kannski eitthvað annað í þessa leiki,“ sagði Hrafnkell.
Sigurður tók undir þetta.
„Ég myndi alltaf hafa Jón Daða í þessum hóp. Ef við þurfum að halda jafnvel, þá gæti hann komið inn á.“
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar