Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var spurður út í Manor Solomon, leikmann liðsins, á blaðamannafundi í dag.
Solomon, sem er landsliðsmaður Ísrael, gekk í raðir Tottenham í sumar en hefur verið meiddur síðan snemma í haust. Svo virðist sem hann verði ekki klár neitt á næstuni.
„Hann hefur í raun ekki jafnað sig neitt af viti. Því miður er hann ekki á nógu góðum stað,“ sagði Postecoglou.
„Læknateymið er farið að leita annarra leiða með hann.“
Ísrael mætir einmitt Íslandi í umspili um sæti á EM á fimmtudag en Solomon verður ekki með þar.