Knattspyrnudeild KR hafði boðað aðalfund deildarinnar í gær en rétt um klukkutíma fyrir fund var honum frestað, ýmsar sögur eru á lofti um ástæðu þess.
Stjórn deildarinnar segir ástæðurnar vera af óviðráðanlegum orsökum.
Ekki kemur neitt meira fram um það, mörgum KR-ingum þykir þessi ákvörðun sérstök og að ekki séu frekar útskýringar gefnar á málinu.
Af heimasíðu KR:
Af óviðráðanlegum orsökum hefur aðalfundi knattspyrnudeildar KR verið frestað um óákveðinn tíma. Við biðjumst velvirðingar á stuttum fyrirvara.
Stjórnin.