Ryan Giggs hefur verið frá því í febrúar í starfi hjá Salford City, félagið er í eigu Giggs og félaga hans úr Class of 92 árganginum.
Salford vildi ekki greina frá því að Giggs væri nú farinn að starfa sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu.
Ástæðan er sú að hann hafði verið sakaður um ofbeldi í nánu sambandi og þurfti hann að hætta sem þjálfari Wales vegna þess.
Giggs og félagar hafa átt Salford City í tíu ár og er félagið rekið með nokkrum halla en draumur þeirra félaga er að koma félaginu upp í efstu deildirnar.
Nicky Butt er stjórnarformaður félagsins í dag en Giggs sér um það sem gerist innan vallar.