ÍBV Íþróttafélag, knattspyrnudeild og Eiður Aron Sigurbjörnsson hafa komist að samkomulagi að ljúka sínu samstarfi og um leið rifta samningi hans við félagið.
„ÍBV Íþróttafélag þakkar Eið Aron fyrir samstarfið og framlagi hans til félagsins í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar í framhaldinu,“ segir á vef ÍBV.
Eiður hefur verið einn besti varnarmaður Íslands síðust ár en hann kom heim til ÍBV frá Val.
Ljost má vera að fjöldi liða mun sækjast eftir því að fá Eið Aron í sínar raðir en hann hefur meðal annars verið orðaður við Vestra.
ÍBV féll úr Bestu deildinni síðasta sumar en ljóst er að fyrrum fyrirliði og reynslumesti leikmaður liðsins verður ekki með.