fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Þetta eru úrvalsdeildarfélögin sem höfnuðu því að dreifa peningum í neðri deildirnar

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. mars 2024 11:02

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu ensk úrvalsdeildarfélög höfnuðu í upphafi vikunnar samningi um að hluta tekna félaga í ensku úrvalsdeildinni yrði dreift niður til neðri deilda. Breska blaðið Daily Mail kveðst hafa undir höndum upplýsingar um hvaða félög ræðir.

Með samningnum hefðu rúmlega 900 milljónir punda dreifst niður fótbolta-pýramídann á Englandi, það er að segja neðri deildir.

Hins vegar höfnuðu tíu félög af tuttugu í ensku úrvalsdeildinni þessu á mánudaginn. Samkvæmt Daily Mail er um að ræða Arsenal, Chelsea, Tottenham, Liverpool, West Ham, Aston Villa, Wolves, Nottingham Forest, Crystal Palace og Bournemouth. Fjórtán félög hefðu þurft að samþykkja til að samningurinn hefði orðið að veruleika.

Guardian greinir þá frá því að breska ríkisstjórnin sé mjög hissa á niðurstöðunni. Lucy Frazer, menningarmálaráðherra, hefur talað fyrir því að samningurinn verði samþykktur.

Svo gæti farið að yfirvöld beiti sér nú í málinu en félögin sem höfnuðu samningnum telja ekki rétt að láta fjármuni af hendi til félaga sem gætu keypt við þau á einhverjum tímapunkti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“

Svona fékk Sævar að vita af brotthvarfi Freys – „„Þetta var smá sjokk fyrir mig“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum

Stórstjörnur mættu að horfa á lið í þriðju deild – Skemmti sér með stuðningsmönnum
Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Paul Pogba sagður vera í viðræðum um endurkomu til Manchester

Paul Pogba sagður vera í viðræðum um endurkomu til Manchester
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vestri samdi við sænskan miðjumann

Vestri samdi við sænskan miðjumann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“

Tók virkilega óvenjulegri refsingu: Minnir á karakter úr Simpsons – ,,Ekki gaman fyrir þá að koma hingað heldur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa