Spænski miðillinn Mundo Deportivo segir að sádiarabíska deildin sé að undirbúa svakalegt tilboð í Kevin De Bruyne, stjörnuleikmann Manchester City, sem erfitt gæti orðið að hafna.
Sádar hafa sótt risastór nöfn úr Evrópuboltanum undanarið ár eða svo og munu þeir halda því áfram í sumar.
De Bruyne er nafn sem er á blaði og miðað við þessar nýju fréttir er verið að undirbúa tilboð í Belgann upp á meira en 100 milljónir punda.
Miðjumaðurinn verður 33 ára í sumar með ár eftir á samningi sínum hjá City. Þó félagið vilji halda honum eitt ár til viðbótar gæti reynst freistandi að samþykkja svo hátt tilboð.
De Bruyne gekk í raðir City árið 2015 og hefur verið með betri leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár.