Gylfi Þór Sigurðsson æfir með Val á Spáni þessa dagana og mun mögulega semja við liðið, það kemur í ljós á næstu dögum.
Ljóst má vera að það væri hvalreki fyrir Val og Bestu deildina að fá einn besta knattspyrnumann sögunnar heim í íslenska boltann.
Gylfi rifti samningi sínum við Lyngby í upphafi árs og mun ekki snúa aftur þangað.
Gylfi er 35 ára gamall en hann hefur lengst af á ferli sínum leikið í ensku úrvalsdeildinni og var einn besti miðjumaður deildarinnar í mörg ár.
Mikil spenna er í kringum það hér á landi hvort Gylfi skrifi undir við Val en hann er að jafna sig eftir meiðsli.
Líklegt byrjunarlið Vals gæti litið svona út í sumar ef Gylfi skrfar undir.
Mögulegt byrjunarlið Vals:
Frederk Schram
Birkir Már Sævarsson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Jakob Franz Pálsson
Sigurður Egill Lárusson
Elfar Freyr Helgason
Aron Jóhannsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Jónatan Ingi Jónsson
Patrick Pedersen
Tryggvi Hrafn Haraldsson
Varamenn: