Liverpool og Manchester City eru bæði líkleg til að blanda sér í baráttuna um Pedro Neto, kantmann Wolves. Telegraph segir frá.
Neto er að eiga gott tímabil með Wolves, er kominn með 3 mörk og 11 stoðsendingar í deild og bikar. Hefur hann vakið athygli stærri félaga.
Þar á meðal eru Liverpool og City, sem nú standa í hörkubaráttu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Arsenal.
Neto verður ekki ódýr en það er talið að hann muni kosta um 60 milljónir punda. Þessi 24 ára gamli Portúgali á rúm þrjú ár eftir af samningi sínum við Wolves.
Það er talið að Liverpool gæti orðið í snúinni stöðu þegar kemur að því að sannfæra leikmenn um að koma til sín í sumar þar sem Jurgen Klopp er á förum og félagið er í leit að nýjum yfirmanni íþróttamála.