Glúrinn tippari frá Vestmannaeyjum gerði sér lítið fyrir og vann tæplega 4,4 skattfrjálsar milljónir króna á Enska getraunaseðilinn síðastliðinn laugardag.
Hann keypti sparnaðarkerfi með 6 þrítryggðum leikjum og 2 tvítryggðum leikjum sem kostar 4.212 krónur.
Tipparinn var á sínum tíma einn lykilleikmanna ÍBV í knattspyrnu, en styður nú við bakið á KFS þegar hann tippar í getraunum.