Ederson markvörður Manchester City verður frá í fjórar vikur eftir að hafa meiðst í 1-1 jafntefli gegn Liverpool í gær.
Ederson braut þá á Darwin Nunez innan teigs og var dæmd vítaspyrna á hann.
Nathan Ake átti hræðilega sendingu til baka og Ederson gerði sig sekan um mistök sem urðu til þess að Liverpool jafnaði leikinn.
Nú er ljóst að Ederson missir af einum bikarleik og hið minnsta einum deildarleik gegn Arsenal sem fram eftir eftir þrjár vikur.
Það verður því Stefan Ortega sem stendur vaktina í markinu í fjarveru hans.
🚨BREAKING: Ederson sidelined for four weeks following the injury he sustained against Liverpool ❌ pic.twitter.com/E5AuWDqrhQ
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 11, 2024