Real Madrid 4 – 0 Celta Vigo
1-0 Vinicius Junior
2-0 Vicente Guaita(sjálfsmark)
3-0 Carlos Dominguez(sjálfsmark)
4-0 Arda Guler
Real Madrid er aftur komið með sjö stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir leik við Celtas Vigo í kvöld.
Sigur Real var sjaldan í hættu í kvöld en staðan var þó aðeins 1-0 þar til á 79. mínútu viðureignarinnar.
Real átti eftir að skora þrjú mörk undir lok leiks til að tryggja 4-0 heimasigur og sín 69. stig í deild í vetur.
Real er sjö stigum á undan Girona sem er í öðru sæti og átta stigum á undan Barcelona er öll lið hafa spilað 28 leiki.