Margir stuðningsmenn Liverpool hafa látið í sér heyra á samskiptamiðlum eftir leik við Manchester City í dag.
Liverpool vildi fá vítaspyrnu er 98 mínútur voru komnar á klukkuna en Jeremy Doku virkaði ansi klunnalegur innan teigs.
Doku setti sólann í rifbein miðjumannsins Alexis Mac Allister en náði þó eitthvað til knattarins.
,,Í hvaða heimi er þetta ekki vítaspyrna,“ skrifar einn aðdáandi Liverpool og birtir myndband af atvikinu.
Þetta má sjá hér.
In what world is that not a penalty
If that’s anywhere else on the pitch it’s a foul
If Mac Allister wasn’t wearing a Liverpool top it’s a penalty
If Doku wasn’t wearing a Manchester City top it’s a penalty pic.twitter.com/cKz6xWPgWc
— 🥤 (@TheImmortalKop) March 10, 2024