Hákon Arnar Haraldsson fékk tækifæri í byrjunarliði Lille í dag sem spilaði við Rennes í Frakklandi.
Þessum leik lauk með 2-2 jafntefli en Jonathan David reyndist hetja heimaliðsins í Lille í viðureigninni.
David skoraði tvö mörk á lokamínútunum til að tryggja stig en Rennes komst í 2-0 forystu í leiknum.
Seinna mark David var skorað á 92. mínútu en það fyrra gerði hann átta mínútum fyrr.
Hákon spilaði 58 mínútur í jafnteflinu en náði í raun ekki að setja mark sitt á leikinn að þessu sinni.