Aston Villa 0 – 4 Tottenham
0-1 James Maddison(’50)
0-2 Brennan Johnson(’53)
0-3 Son Heung-Min(’91)
0-3 Timo Werner(’94)
Tottenham vann frábæran sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Aston Villa á útivelli.
Fyrri hálfleikurinn á Villa Park var í raun hundleiðinlegur en hvorugt lið átti skot á markið.
Það breyttist allt í þeim síðari en eftir 53 mínútur voru gestirnir í Tottenham komnir með tveggja marka forystu.
James Maddison skoraði fyrra markið og bætti Brennan Johnson við öðru stuttu síðar.
John McGinn, fyrirliði Villa, var rekinn af velli á 65. mínútu með beint rautt spjald og ljóst að útlitið var afar svart fyrir heimamenn.
Son Heung-Min bætti svo við þriðja marki heimaliðsins áður en Timo Werner kláraði dæmið, 4-0 lokatölur.
Son átti frábæran leik fyrir Tottenham en hann lagði upp tvö af þessum mörkum ásamt því að skora eitt.