Það fór fram stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í dag en Liverpool tók á móti Manchester City á Anfield.
Um er að ræða tvö lið sem eru að berjast um toppsætið í efstu deild Englands ásamt Arsenal sem er enn á toppnum eftir leikinn í dag.
Leiknum á Anfield lauk með 1-1 jafntefli sem þýðir að Arsenal er með 64 stig líkt og City sem er með verri markatölu.
Núverandi meistararnir í City eru í þriðja sæti með 63 stig en næsti leikur liðsins er einmitt gegn Arsenal.
City komst yfir í þessum leik en John Stones skoraði eina mark fyrri hálfleiks eftir hornspyrnu.
Liverpool jafnaði metin snemma í seinni hálfleik af vítapunktinum en Ederson, markmaður liðsins, gerði sig brotlegan innan teigs.
Ederson þurfti að fara meiddur af velli stuttu eftir brotið en Alexis Mac Allister skoraði úr vítaspyrnunni með flottu skoti.
Jafntefli niðurstaðan á Anfield og ljóst að baráttan um Englandsmeistaratitilinn verður gríðarleg alveg þar til mótið verður flautað af.
Hér má sjá einkunnir Sky Sports úr leiknum.
Liverpool: Kelleher (7), Bradley (7), Quansah (7), Van Dijk (8), Gomez (7), Szoboszlai (6), Endo (7), Mac Allister (8), Elliott (7), Nunez (6), Diaz (6).
Varamenn: Salah (7), Robertson (7), Gakpo (6).
Man City: Ederson (5), Walker (7), Stones (6), Akanji (7), Ake (6), Rodri (7), Silva (7), De Bruyne (7), Alvarez (6), Foden (7), Haaland (6).
Varamenn: Doku (7), Kovacic (6), Ortega (7)