Það er útlit fyrir það að Manchester United geti teflt fram ansi sterku liði gegn Liverpool í næstu viku.
Um er að ræða leik í 8-liða úrslitum enska bikarsins en framherjinn Rasmus Hojlund er að ná fullum bata.
Hojlund var valinn leikmaður mánaðarins í febrúar en hann hefur ekki spilað síðan 18. febrúar vegna meiðsla.
Útlit er fyrir að Daninn verði klár fyrir leikinn gegn Liverpool og það sama má segja um tvo aðra leikmenn.
,,Ég býst við því að Harry Maguire, Aaron Wan Bissaka verði klárir fyrir leikinn gegn Liverpool. Staðan með Hojlund er svipuð,“ sagði Ten Hag.
Ten Hag staðfesti þá einnig að Mason Mount gæti verið klár í slaginn eftir næsta landsleikjahlé.