Eins og margir vita þá eru allar líkur á að lið Real Madrid verði gríðarlega sterkt á næsta tímabili.
Liðið fékk til sín Jude Bellingham frá Borussia Dortmund síðasta sumar og er hann í dag einn besti miðjumaður heims.
Talið er að Kylian Mbappe semji svo við Real í sumar en hann leikur með Paris Saint-Germain og er einn besti sóknarmaður heims.
Þá er Alphonso Davies, bakvörður Bayern Munchen, sterklega orðaður við liðið en hann er einnig gríðarlega öflugur í sinni stöðu.
Florentino Perez, forseti Real, fékk skilaboð frá aðdáanda liðsins í gær sem sagði honum að semja við leikmennina tvo.
,,Þú þarft að fá inn Davies og Mbappe – við munum vinna allt með þá innanborðs,“ sagði stuðningsmaðurinn við Perez.
Perez svaraði á léttu nótunum og vildi lítið gefa upp: ,,Hver er Mbappe? Hver er Davies?“ sagði forsetinn og gekk burt.