Sheffield United var hársbreidd frá því að vinna sinn fjórða sigur í ensku úrvalsdeildinni í vetur er liðið mætti Bournemouth í dag.
Sheffield þurfti verulega á þremur stigum að halda en liðið er í harðri fallbaráttu og komst í 2-0 á útivelli í dag.
Bournemouth gat komist yfir snemma leiks en Dominic Solanke klikkaði á vítaspyrnu í fyrri hálfleik.
Það var Enes Unal sem bjargaði Bournemouth að lokum en hann skoraði jöfnunarmark heimaliðsins í uppbótartíma til að tryggja eitt stig.
Wolves vann þá flottan heimasigur á Fulham og Luton fékk óvænt stig í blálokin gegn Crystal Palace.
Bournemouth 2 – 2 Sheffield United
0-1 Gustavo Hamer(’27)
0-2 Jack Robinson(’64)
1-2 Dango Ouattara(’74)
2-2 Enes Unal(’92)
Wolves 2 – 1 Fulham
1-0 Rayan Ait Nouri(’52)
2-0 Nelson Semedo(’67)
2-1 Alex Iwobi(’99)
Crystal Palace 1 – 1 Luton
1-0 Jean Philippe Matera(’11)
1-1 Cauley Woodrow(’95)