Xavi, stjóri Barcelona, vill meina að hann sé búinn að gera flotta hluti þegar kemur að því að dreifa álagi leikmanna liðsins.
Þessi ummæli koma mörgum á óvart þar sem Barcelona er án leikmanna eins og Pedri, Frenkie de Jong og Gavi þessa stundina en miðjumennirnir eru allir meiddir.
Xavi hefur mest megnis treyst á sömu leikmennina í vetur en hann segist sjálfur hafa nýtt leikmannahópinn vel þrátt fyrir öll meiðslin.
,,Það sem við erum að gera er að reyna að koma í veg fyrir meiðsli og höfum gert það frábærlega,“ sagði Xavi.
,,Sérstaklega þegar kemur að Pedri, ég hef tjáð honum að þetta verði hans síðustu meiðsli. Þetta er ekki eins alvarlegt og við héldum.“
,,Ég er viss um að hann snúi aftur sterkur og verður mikilvægur. Hann er ekki eina tilfellið.“