Íslenska karlalandsliðið mætir því hollenska í vináttuleik sem leikinn verður Feyenoord-leikvanginum í Rotterdam þann 10. júní næstkomandi.
Þetta var tilkynnt fyrir skömmu en leikurinn er hluti af undirbúningi hollenska liðsins fyrir lokakeppni EM í Þýskalandi.
Þar með hafa verið staðfestir tveir júní-leikir íslenska liðsins, sem mætir einnig Englandi á Wembley 7. júní.
Ekki er útilokað að Strákarnir okkar verði líka að undirbúa sig fyrir EM á þessum tímapunkti. Liðið mætir Ísrael í undanúrslitum umspils um sæti á EM þann 21. mars. Sigurvegari þess leiks mætir Bosníu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á mótinu.