Spænski miðillinn Relevo heldur því fram að Barcelona hafi enn áhuga á að fá Mikel Arteta til sín til að taka við af Xavi í sumar.
Arteta, sem er að gera frábæra hluti sem stjóri Arsenal, þvertók fyrir að hann færi til Börsunga nýlega og bendir lítið til þess að af því verði.
Xavi er hins vegar að hætta í sumar og félagið er í leit að nýjum stjóra. Deco, yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona, er sagður hafa sett sig í samband við Arteta og hlerað hann.
Samningur Arteta við Arsenal rennur út eftir næstu leiktíð. Hann er sem stendur með liðið í hörkutoppbaráttu í ensku úrvalsdeildinni og í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.