Manchester United virðist geta gleymt því að fá hinn 18 ára gamala Mathys Tel frá FC Bayern í sumar.
Sky í Þýskalandi segir að franski sóknarmaðurinn ætli að skrifa undir nýjan samning.
Framtíð Tel hefur verið í lausu lofti en hann vildi sjá hvort tækifærum hans með Bayern myndi fjölga.
Sky segir hann nú ætla að skrifa undir nýjan samning en Manchester United hafði samkvæmt frétt Sky mikinn áhuga.
Tel telur sig eiga glæsta framtíð hjá Bayern en hann er gríðarlegt efni.