Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Jamaíka, var í gær spurður út í Mason Greenwood og hvort hann væri að vinna í því að fá hann til að spila fyrir Jamaíka.
Greenwood er enskur landsliðsmaður en er með tvöfallt ríkisfang, hann gæti spilað fyrir Jamíka.
Greenwood hefur spilað einn landsleik fyrir England en hann kom gegn Íslandi á Laugardalsvelli.
Framherjinn sem er í eigu Manchester United spilaði ekki fótbolta í rúmt ár vegna ásakana um gróft ofbeldi í sambandi, málið var fellt niður og Greenwood er nú á láni hjá Getafe.
„Ég vil helst ekki ræða hvað getur gerst en hann hefur auðvitað komið upp í huga okkar,“ segir Heimir við The Athletic.
„Ég myndi elska það að hafa hann í minu liði, eins og allir þjálfarar þá vil ég hafa bestu leikmennina. Þetta er undir leikmanninum sjálfum komið ef hann vill það.“