Burnley er með her lögfræðinga sem skoða það hvort félagið geti farið í mál við ensku úrvalsdeildina. Ástæðan er sú að Everton fékk stig til baka á dögunum.
Enska úrvalsdeildin hafði tekið tíu stig af Everton fyrir að brjóta reglur um fjármál félaganna.
Deildin ákvað eftir áfrýjun Everton að gefa þeim fjögur stig til baka.
Burnley telur þetta ekki halda vatni og vill kanna lagalega hlið málsins, íhugar félagið því að leggja fram kæru.
Burnley er ellefu stigum á eftir Everton í ensku deildinni og stigin fjögur sem liðið fékk gætu því skipt máli þegar allt verður tekið saman í maí.