Fulltrúar sádiarabísku deildarinnar eru að gera sig klára í að ræða við Mohamed Salah á ný ef marka má ítalska blaðamannin Rudy Galetti.
Sádar reyndu að fá Salah til liðs við sig frá Liverpool síðasta sumar en allt kom fyrir ekki. Það þykir þó ekki ólíklegt að Egyptinn skrifi undir í Sádí fyrr eða síðar. Er hann talinn opinn fyrir því að ræða skipti þangað.
Al-Ittihad og Al-Hilal þykja líklegustu félögin í Sádí til að landa Salah en önnur félög gætu einnig sóst eftir því að fá hann.
Salah hefur auðvitað verið hvað besti leikmaður Liverpool undanfarin ár og þyrfti félagið að fylla stórt skarð ef hann fer.
Ljóst er að Salah fengi ansi vel borgað í Sádí, líkt og aðrar stjörnur sem þangað hafa farið undanfarið ár eða svo.
🚨🗣️ Saudi negotiator is ready to get back in touch with Mohamed #Salah.
📌 As told, the 🇪🇬 is still open to evaluate the opportunity to land in 🇸🇦.
⚠️ #AlIttihad and #AlHilal are always on his tracks, but it cannot be excluded that other Saudi clubs will join the race. #LFC pic.twitter.com/7AFomgmz3B
— Rudy Galetti (@RudyGaletti) March 5, 2024