fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Birkir einn sá dýrasti í sögu íslenska boltans

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. mars 2024 14:02

Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sala Vals á Birki Heimissyni til Þórs er með þeim stærri í sögu íslenska boltans hvað fjárhæðir varðar. Þetta herma heimildir 433.is.

Það vakti mikla athygli þegar Þór kynnti Birki til leiks fyrir helgi. Hann er að snúa aftur til félagsins eftir átta ára fjarveru, en upphaflega gekk hann í raðir Heerenveen ungur að árum.

Birkir hefur verið hjá Val síðan 2020 og komið reglulega við sögu en ljóst er að hann verður algjör lykilmaður í liði Þórs sem ætlar sér stóra hluti í Lengjudeildinni á komandi leiktíð.

Birkir hefur alls leikið 125 leiki hér á landi og skorað þrettán mörk auk þess að hafa leikið 28 landsleiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim fimm mörk.

Þór setti mikinn metnað í að fá Birki til félagsins og sem fyrr segir er hann einn dýrasti leikmaður í sögu íslenska boltans. Í nýjasta þætti Þungavigtarinnar var til að mynda talað um sex milljónir króna en samkvæmt heimildum 433.is er talan mögulega hærri en það.

Þór hafnaði í sjöunda sæti Lengjudeildarinnar í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur