Erik ten Hag stýrði sínum 100 leik sem stjóri Manchester United í gær þegar liðið tapaði gegn Manchester City.
Tölfræði hans er áhugaverð og er hann besti þjálfari liðsins ef tekin er saman tölfræði.
Hann er með ögn betri sigurhlutfall en Sir Alex Ferguson sem stýrði United í 1500 leikjum.
Ten Hag hefur unnið 60 af 100 leikjum sínum sem þjálfari en tapað 28 af þeim, ensk blöð miða við þjálfara frá því eftir seinni heimsstyrjöldina.
Ten Hag er með betri árangur en Jose Mourinho, Ole Gunnar Solskjær, David Moye sog Louis van Gaal sem hafa allir verið reknir eftir að Ferguson hætti.
Starf Ten Hag er hins vegar í hættu en eftir ágætt fyrsta tímabil hefur hallað hratt undan fæti.