Myndband af Jordan Henderson í 2-0 sigri Ajax á Utrecht í gær hefur vakið athygli.
Myndbandið sýnir Henderson taka hlaup frá miðju og setja pressu á markvörð Utrecht sem setur boltann að lokum út í innkast. Enski miðjumaðurinn fagnaði svo vel og innilega.
Ajax sá tilefni til að hrósa leikmanninum fyrir þetta en stuðningsmönnum fannst félagið og Henderson gera full mikið úr atvikinu.
„Ætliði ekki að sýna neitt myndband þar sem hann er raunverulega að gera eitthvað með boltann?“ skrifaði einn netverji.
„Þetta er vandræðalegt,“ skrifaði annar.
Henderson gekk í raðir Ajax í janúar eftir stutta dvöl hjá Al-Ettifaq. Þar áður var hann auðvitað fyrirliði Liverpool um árabil.
Myndbandið umrædda má sjá hér að neðan.
Mentality, @JHenderson 💯#ajautr pic.twitter.com/aaW3NnE8hS
— AFC Ajax (@AFCAjax) March 4, 2024