Erling Haaland er kominn á óeftirsóknarverðan þriggja manna lista í ensku úrvalsdeildinni.
Í kjölfar þess að norski framherjinn klúðraði á ótrúlegan hátt færi fyrir opnu marki í 3-1 sigri Manchester City á grönnum sínum í United birti samlandi hans, blaðamaðurinn Thore Haugstad, áhugaverða tölfræði.
Þar segir að Haaland sé í þriðja sæti yfir þá leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sem hafa skorað undir XG (væntanlegum mörkum) þeirra. Hefur hann skorað 2,6 mörkum færra en XG hans segir til um.
Þetta breytir því ekki að Haaland er þó markahæstur í ensku úrvalsdeildinni það sem af er leiktíð.
Hér að neðan má sjá þriggja manna listann sem Haugstad birti en Dominic Calvert-Lewin, framherji Everton, er þar langefstur.
Haaland now in Top 3 for scoring below open-play xG in PL 2023-24.
1. Calvert-Lewin (-6.2)
2. N. Jackson (-4.3)
3. Haaland (-2.6)… as for goals scored, he’s in the Top 1.
— Thore Haugstad (@Haugstad1006) March 4, 2024