fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
433Sport

Gerðu upp formannsslaginn: Líklegur til að bretta upp ermar – „Þorvaldur fór ekki í leðjuslag en skaut á smekklegan hátt“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 2. mars 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan er á sínum stað þennan föstudaginn líkt og alltaf. Hörður Magnússon og Edda Sif Pálsdóttir fara yfir allt það helsta.

Hörður er einn dáðasti íþróttalýsandi landsins og Edda Sif er ein af stjörnum RÚV þegar kemur að umfjöllun um íþróttir.

Í upphafi þáttar var farið yfir nýja formann KSÍ, Þorvald Örlygsson. Hann var kjörinn fyrir viku síðan og það nokkuð óvænt.

„Þetta kom skemmtilega á óvart,“ sagði Eddda Sif um málið og nýjan formann sambandsins.

„Ég var að millilenda á leið heim frá Serbíu og svo kom þetta upp, þetta kom skemmtilega á óvart.“

video
play-sharp-fill

Hörður segir að líklega hafi Þorvaldur unnið þetta með því að taka ekki þátt í neinum slag sem Guðni Bergsson og Vignir Már Þormóðsson virtust vera í.

„Ég var upp á Skaga á laugardaginn og fylgdist lítið með, en leit í símann við heimkomu. Ég held að hreyfingin hafi haft gott af því að fara í gegnum þetta.“

„Þorvaldur var ólíklegastur, Vignir var nokkuð líklegur hafi kannski gert mistök á lokametrunum með því að vaða í Guðna. Guðni hafi sagt af sér og axlaði ábyrgð þar, gerði mistök eins og hann sagði.“

„Toddi var fyrir utan þetta, ég held að það hafi hjálpað honum. Hann vann vel, þetta var ótrúlega lítill munur. Þetta eru fimm atkvæði í lokin.“

Edda segir að ræða hans á ársþinginu hafi líklega hjálpað. „Ræðan var mannleg, þetta var ekkert bla. Hann var heiðarlegur, hann hefur náð til einhverja. Hann fór ekki í leðjuslag en skaut á smekklegan hátt.“

Hörður hefur reynslu af því að vinna með Þorvaldi. „Ég var með honum í Pepsi mörkunum, hann er ofboðslega duglegur og það er eldhugur í honum,“ segir Hörður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford

Nefna tvo mögulega áfangastaði fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu

HM 2030 fer fram í sex löndum – Staðfest að mótið 2034 fer fram í Sádí Arabíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta þvertekur fyrir orðrómana

Arteta þvertekur fyrir orðrómana
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur

Slot lét leikmenn Liverpool heyra það þrátt fyrir sigur
Hide picture