Eric Dier er búinn að skrifa undir nýjan samning við Bayern Munchen sem gildir til ársins 2025.
Þetta var staðfest í dag en Dier er í láni hjá þýska stórliðinu frá Tottenham á Englandi.
Dier er þrítugur varnar og miðjumaður en hann hefur spilað sjö deildarleiki fyrir Bayern hingað til.
Hann gekk í raðir liðsins í janúar og mun spila með liðinu aftur á næsta tímabili.
Dier á að baki 49 landsleiki fyrir England og tæplega 300 deildarleiki fyrir Tottenham.