Íþróttavikan er á sínum stað þennan föstudaginn líkt og alltaf. Hörður Magnússon og Edda Sif Pálsdóttir fara yfir allt það helsta.
Hörður er einn dáðasti íþróttalýsandi landsins og Edda Sif er ein af stjörnum RÚV þegar kemur að umfjöllun um íþróttir.
Bæði hafa sterkar skoðanir á hlutunum en farið er yfir fréttir vikunnar, íslenska boltann og auðvitað þann enska.
Þáttinn má horfa á hér að ofan en hann er einnig aðgengilegur í hlaðvarpsformi hér að neðan.