„Ég tel þennan dóm vera rangan,“ segir Paul Pogba í yfirlýsingu sinni en hann var í dag dæmdur í fjögurra ára bann frá fótbolta fyrir að nota ólögleg efni.
Pogba féll á lyfjaprófi og hefur málið verið í kerfinu. Hann áfrýjar nú dómnum á Ítalíu til alþjóðlegra dómstóla. Pogba var tekinn í lyfjapróf eftir leik Juventus og Udinese þann 20 ágúst.
Pogba var ónotaður varamaður í leiknum en gríðarlegt magn af testósterón var í líkama hans og mældist það í prófinu.
Franski miðjumaðurinn gæti því hafa spilað sinn síðasta leik á ferlinum en fjögurra ára bann er ansi langur tími til að skoða svo endurkomu.
„Ég er sorgmæddur, í áfalli og með brotið hjarta. Allt sem ég hef byggt upp á ferli mínum hefur verið tekið frá mér.“
„Þegar ég er ekki lengur bundinn þagnarskyldu þá kemur allur sannleikurinn fram, ég hef aldrei meðvitað tekið ólögleg efni.“
„Ég myndi aldrei gera það sem atvinnumaður til að bæta frammistöðu mína, ég hef aldrei svindlað.“
View this post on Instagram