Morgan Gibbs-White, miðjumaður Nottingham Forest var reiður eftir tap liðsins gegn Manchester United í 16 liða úrslitum enska bikarsins í gær.
Eina mark leiksins kom frá Casemiro undir lok leiksins, í aðdraganda marksins var Raphael Varane fyrir innan og virtist hindra einn varnarmann Nottingham.
Svipað atvik átti sér stað í úrslitum enska deildarbikarsins á sunnudag þegar Liverpool vann Chelsea.
Þá var markið dæmt af og Wataru Endo miðjumaður Liverpool var metinn rangstæður fyrir svipað athæfi og Varane.
Ekkert var dæmt í gær og er Gibbs-White ekki skemmt eins og sjá má í færslunni hér að neðan.