fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

KSÍ refsar fyrir brot og sendir væna sekt í Breiðholtið og Vesturbæinn

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. og 24. febrúar spiluðu tvö lið í Lengjubikar karla ólöglegum leikmönnum.

Í leik Árbæjar gegn KV, þann 23. febrúar, spilaði Freyr Þrastarson með KV en hann er skráður í KR. Af þessum sökum hefur KV verið sektað um 60.000 krónur og úrslit leiksins skráð 3-0 Árbæ í vil.

Í leik Léttis gegn RB, þann 24. febrúar, spilaði Kári Jóhannesarson með liði Léttis en hann er skráður í Fjölni. Af þessum sökum hefur Léttir verið sektað um 60.000 krónur og úrslit leiksins skráð 0-3 RB í vil.

Í reglugerðum KSÍ um deildarbikarkeppni karla og kvenna, greinum 10.1 og 11.2 segir:
Félag, sem notar leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með því eða notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Staðfesti skrifstofa KSÍ að þátttakandi hafi verið óhlutgengur í leik skal mótanefnd þegar í stað skrá úrslit leiksins skv. ofangreindu og tilkynna það viðkomandi félögum. Heimilt er að kæra slíka skráningu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og skal kærufrestur telja frá þeim degi sem tilkynningin er gefin út. Viðkomandi félög verða sektuð samkvæmt reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni .

Samkvæmt reglum KSÍ um Deildarbikarkeppni segir í grein 10.1:
Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð kr. 30.000 og að auki kr. 30.000 fyrir hvern leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með viðkomandi félagi og tekur þátt í leiknum. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð kr. 100.000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrsta tap Bayern staðreynd

Fyrsta tap Bayern staðreynd
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allir mættu nema Mbappe

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“

Segja að Salah sé hrokafullur og ómerkilegur eftir þessi ummæli – ,,Enginn annar en ég“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham