Breiðablik er að ganga frá samningi við Benjamin Stokke sem kemur til liðsins frá Kristansund í Noregi. Norskir miðlar segja frá.
Stokke skoraði 16 mörk í næst efstu deild í Noregi á síðustu leiktíð og var markahæsti leikmaður deildarinnar.
Stokke er refur í teignum eins og mörkin sem hann skoraði á síðustu leiki sanna.
Stokke er 33 ára gamall og hefur farið víða á ferli sínum en samkvæmt norskum miðlum verður hann leikmaður Breiðabliks á næstu dögum.
Mörkin sextán má sjá hér að neðan.