Erling Haaland átti rosalegan leik fyrir lið Manchester City í kvöld sem mætti Luton í enska bikarnum.
Man City var í stuði í þessari viðureign og tryggði sér örugglega áfram í næstu umferð.
Haaland gerði sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk í leiknum en honum lauk með 6-2 sigri gestanna.
Úrvalsdeildarlið Bournemouth er úr leik á sama tíma eftir tap gegn Leicester 1-0 en sá leikur var framlengdur.
Þá er í gangi leikur Blackburn og Newcastle en framlengt var á Ewood Park.
Luton 2 – 6 Manchester City
0-1 Erling Haaland
0-2 Erling Haaland
0-3 Erling Haaland
1-3 Jordan Clark
2-3 Jordan Clark
2-4 Erling Haaland
2-5 Erling Haaland
2-6 Mateo Kovacic
Bournemouth 0 – 1 Leicester City
0-1 Issahaku Fatawu
Blackburn 1 – 1 Newcastle (framlenging)
0-1 Anthony Gordon
1-1 Sammie Szmodics