Chelsea þarf að selja leikmenn fyrir um og yfir 100 milljónir punda til að komast í gegnum FFP kerfið.
Ljóst má vera að Chelsea nær ekki Meistaradeildarsæti og félagið þarf fjármagn.
Chelsea hefur eytt um og yfir milljarði punda í leikmenn frá því að Todd Boehly tók yfir félagið.
Nú segja enskir miðlar að Chelsea horfi í það að selja leikmenn og einn þeirra er Romelu Lukaku, 35 milljóna punda klásúla er í samningi hans.
Ian Maatsen er á láni hjá Dortmund og verður til sölu í sumar.
Þá er það nefnt að Chelsea geti skoðað það að selja bæði Reece James og Conor Gallagher sem báðir eru uppaldir leikmenn.
Sala á þeim kemur inn sem hreinn hagnaður en þannig virkar FFP kerfið þegar kemur að uppöldum leikmönnum.