fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Grasrótarfélag KSÍ 2023 er Reynir Hellissandi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 17:00

Á myndinni eru Gunnar Örn Arnarson stjórnarmaður hjá Reyni og markmaður og Kári Viðarsson formaður meistaraflokksráðs hjá Reyni og miðjumaður ásamt Sóleyju Guðmundsdóttur frá KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grasrótarverðlaunum KSÍ er skipt upp í þrjá flokka: Grasrótarverkefni ársins, Grasrótarfélag ársins og Grasrótarpersóna ársins. Þetta er í annað sinn sem verðlaunum er þrískipt með þessum hætti.

Mjög ánægjulegt var að sjá hversu margar flottar tilnefningar bárust í öllum þremur flokkunum í ár og greinilegt að grasrótarstarf í fótbolta er í miklum blóma víðs vegar um land. Það var verðugt verkefni að velja úr og margar tilnefningar komu til greina.

Grasrótarfélag KSÍ 2023: Reynir Hellissandi
Grasrótarfélag KSÍ árið 2023 er Reynir Hellissandi fyrir jákvæð og heilsueflandi áhrif á samfélag sitt.

Í umsögn með tilnefningu Reynis H. segir m.a.: Félagið hefur haft gríðarlega mikil og jákvæð og heilsueflandi áhrif á samfélagið og haldið stórum hópi einstaklinga lengur í þessari fallegu íþrótt sem fótbolti er. Ekki má gleyma áhrifum heimildarmyndarinnar Heimaleikurinn sem slegið hefur í gegn og virðist ætla að sigra heiminn. Myndin, sem fjallar um langþráðan vígsluleik á Reynisvelli á Hellissandi, hefur nú þegar unnið til þriggja verðlauna á heimildamyndahátíðum erlendis og á þessu ári verður myndin sýnd á fjölmörgum hátíðum um allan heim. Í myndinni má sjá mannlegan og skemmtilegan vinkil sem flest knattspyrnuáhugafólk getur tengt við. Yngri flokkar starfa undir merki Víkings/Reynis og er haldið úti í samstarfi með nágrönnunum í Víking Ólafsvík. Þessir flokkar keppa svo í nafni Snæfellsnessamstarfsins með krökkum frá Grundarfirði og Stykkishólmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill